Þjálfun í vatni getur styrkt og aukið hreyfanleika í ákveðnum liðum og vöðvum, og dregið úr bólgu, það fer eftir dýpt vatnsins á vatnsbrettinu eða janvel þegar þjálfað er á sundi. Það er einnig hægt að nota þjálfun í vatni til að minnka verki og fyrir þyngdartap.


Hins vegar verður að hafa nokkur atriði í huga:
Notaðu sundvesti til að veita stuðning og forðast hyperextension (öfuga beygju) í hryggnum. Hundurinn vill halda nefinu yfir vatnsyfirborðinu og spennir því hrygginn í öfuga átt.
Þjálfun í vatni krefst mikillar orku og styrks, svo taktu þér margar lengri pásur og láttu hundinn ekki vinna of lengi í einu, því það er ekki eins auðvelt fyrir hunda að synda og fyrir okkur.
Ef hundurinn er með sár sem hafa ekki gróið, ekki setja hann í þjálfun í vatni þar sem volgt vatn er gróðrarstía fyrir bakteríur.
Ef hundurinn hefur verið veikur eða slasaður, eða ef hundurinn er að glíma við einhverskonar heilbrigðisvandamál, þarf þjálfun í vatni að gerast í samráði við dýralækni og þjálfaðan fagmann sem getur aðstoðað við rétta þjálfun sem skaðar hundinn ekki.
Ekki þjálfa hunda í vatni ef hann er með til dæmis diskavandamál eða hjartavandamál sem eru ekki alveg undir stjórn.

