
Hvað er osteópatía fyrir dýr?
Osteopatía er vinsælt meðal íþróttamanna og dýra til að veita verkjastillingu og auka hreyfanleika, og getur einnig verið mjög áhrifarík við aldurstengdum vandamálum og í endurhæfingu.
Í osteópatíu vinnum við sjúklingsmiðað og skoðum einstaklingsbundna samsetningu einkenna, sjúkrasögu og lífsstíl. Ég fer í gegnum atvikasögu hundsins/hestsins, skoða líkama hundsins/hestsins, og þar á eftir set ég saman vinnutilgátu sem hentar hvers kyns vandamálum sjúklingsins frekar en bara að meðhöndla margvísleg einkenni. Eftir meðhöndlun geri ég þjálfunar- og heimastjórnunaplan með leiðbeiningum um líkamsstöðu og æfingar til að aðstoða við bata og stuðla að sveigjanleika, til að koma í veg fyrir að vandamálin komi upp aftur. Ég vinn oft hlið við hlið með öðrum fagaðilum eins og dýralæknum, þjálfurum og járningamönnum, og bý til heildræna bataáætlun.
Osteópatar miða að því að draga úr sársauka, skapa ákjósanlegt lækningarumhverfi fyrir líkamann, bæta virkni líkamans og bæta almenna vellíðan. Þetta er mild handvirk meðferð sem hægt er að nota á dýr á öllum aldri til að meðhöndla margs konar vandamál, allt frá stoðkerfissjúkdómum til virknivanda eins og blóðrásar- og meltinga vandamála.
Osteópatía getur hjálpað með t.d.:
Viðhald/getuaukningu fyrir íþróttir
Líkamsstöðu vandamál
Verki
Stífleika/spennu
Eftir meiðsli
Eftir veikindi
Einkenni í taugakerfinu
Taugatengdur sársauki
Króníska sjúkdóma
Blóðrásar vandamál
Vanhæfni til að slaka á/stress
Undirbúning fyrir aðgerð
Dýrasjúkraþjálfun/osteópatía
Fyrst þarf að svara spurningalistanum, sem ég þarf að fá seinast 2 dögum fyrir pantaðan tíma. Í meðferðinni geri ég heilsuskoðun, skoða alla liði, vöðva o.s.frv. hestsins/hundsins. Þar á eftir verður meðhöndlað það sem þarf. Áður en meðferðinni lýkur, lærir þú æfingar sem þú skalt framkvæma á eftir. Eftir meðhöndlun verður skrifuð þjálfunar- og stjórnunar áætlun sem verður send á e-mail með skýrslunni.
Verðskrá
Lasermeðhöndlun og kinesiotape eru innifallinn í meðhöndlun
Hafið samband fyrir verð á námskeið
Einkatíma hunda: 10.000
Reiðkennsla: 15.000
| Laser 1 skipti | 2.500,- |
| Laser 5 skipta kort | 10.000,- |
| Laser 10 skipta kort | 18.000,- |
Verðskrá Hest
| Skoðun | 10.000,- |
| Meðhöndlun | 7.000,- |
| Kennsla og plan | 10.000,- |
| Samtals | 27.000,- |
| Endurkoma skoðun (innan 3 vikna) | 8.000,- |
| Meðhöndlun | 4.000,- |
| Kennsla og plan | 10.000,- |
| Samtals | 22.000,- |
Verðskrá Hund
| Skoðun | 7.000,- |
| Meðhöndlun | 5.000,- |
| Kennsla og plan | 6.000,- |
| Samtals | 18.000,- |
| Endurkoma skoðun (innan 3 vikna) | 6.000,- |
| Meðhöndlun | 2.500,- |
| Kennsla og plan | 6.000,- |
| Samtals | 14.500,- |
